Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 24. apríl 2018 21:19
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Henderson: Þetta má ekki í Meistaradeildinni
Mynd: Getty Images
Liverpool vann Roma 5-2 í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld.

LIverpool komst í 5-0 og hefði getað skorað fleiri mörk. En í stað þess að bæta við mörkum, þá skoraði Roma tvisvar og minnkaði muninn í 5-2. Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, var ekki sáttur með þessi tvö mörk sem Roma skoraði undir lokin.

„Við vorum við fulla stjórn en gáfum þeim tvö mörk, það máttu ekki gera í Meistaradeildinni," sagði Henderson.

„En við spiluðum vel og förum þangað með þriggja marka forystu."

„Við verðum að vera jákvæðir. Við vissum að þetta yrði ekki auðvelt hérna og við vitum að þetta verður ekki auðvelt þarna. Þetta verður erfitt verkefni en okkur hlakkar til og vonandi getum við klárað þá," sagði Henderson að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner