Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 24. apríl 2018 16:30
Ingólfur Páll Ingólfsson
Paul Lambert öruggur í starfi þótt að Stoke falli
Paul Lambert
Paul Lambert
Mynd: Getty Images
Peter Coates, stjórnarformaður Stoke City segir Paul Lambert öruggan í starfi jafnvel þótt félagið falli niður um deild.

Stoke City situr í 19. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 29 stig og í mikilli fallhættu, 4 stigum frá Swansea City sem situr í 17. sæti.

Þrátt fyrir að Lambert hafi aðeins tekist að vinna 1 leik af 13 við stjórnvölinn er Peter Coates ánægður með frammistöðu Lambert. Telur hann spilamennsku liðsins hafa batnað frá komu Skotans knáa.

Telur Coates vandamálin liggja í markaþurrð framherja liðsins þar sem Saido Berahino og Jese Rodriguez hafa verið langt frá sínu besta á þessu tímabili.

Stoke City á gríðarlega mikilvægan leik framundan gegn Liverpool á útivelli næstkomandi laugardag þar sem þeir þurfa nauðsynlega á sigri að halda.
Athugasemdir
banner
banner