Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Brynjar Björn útskýrir útlendingafjöldann
Ómar Ingi: Legghlífunum hans var stolið
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
   þri 24. maí 2016 21:28
Mist Rúnarsdóttir
Jóhann Kristinn: Eðlilegt að bæði lið fái stig
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Nei, ég held að bæði lið séu ekkert sérstaklega sátt með þennan eina punkt. Okkur langaði í alla þrjá en á svona erfiðum útivelli þá getur maður ekki annað en sætt sig við stigið og farið með það heim,“ sagði Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þórs/KA, eftir 1-1 jafntefli gegn Breiðablik fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  1 Þór/KA

„Mér fannst þetta svona frekar lokaður leikur í heildina og liðin vildu ekki opna sig. Voru svolítið að tefla. Baráttan mikil eins og við var að búast og vindurinn litaði leikinn. Mér fannst okkar stelpur alltaf vera fetinu framar í baráttunni og þess vegna er ég gríðarlega ánægður með frammistöðuna hjá mínum stelpum.“

Þrátt fyrir mikla baráttu var leikurinn heldur prúðmannlega leikinn, lítið um aukaspyrnur og aðeins eitt gult spjald fór á loft.

„Það hefði ekki komið mér á óvart ef það hefði verið meiri barningur í leiknum og fyrirfram hefði það verið eðlilegt en liðin voru að reyna að búa til fótbolta úr þeim aðstæðum sem voru í boði og þó það hafi ekki verið áferðarfallegt þá voru menn svona að reyna og fara þær leiðir sem búið var að setja upp og ég var gríðarlega ánægður með margt. En eins og ég segi þá var þessi leikur í lás og kannski eðlilegt að bæði lið fái stig.“

Eftir þrjár umferðir eru norðanstúlkur með sigur, tap og jafntefli í fararteskinu, eitt af hverri sort, en Jóhann vonast til að byrjunarörðugleikarnir séu á bak og burt og liðið sé klárt það sem eftir er móts.

„Við ætlum ekki að leggjast á sortir, eða jú. Kannski við förum í það hér eftir að leggjast á sortir. Við erum rosalega óánægð með fyrsta leikinn okkar eins og ég hef verið að segja mönnum en ég er rosalega ánægður með frammistöðuna eftir ákveðna byrjunarörðugleika. Ég er mjög ánægður með það sem þær lögðu í þennan leik. Þær börðust fyrir þessu stigi og eiga það skilið. Þær hlupu fyrir því og slógust fyrir því. Uppskeran í sumar hefði mátt vera meiri en við erum með núna.“

Næsta verkefni Þórs/KA er heimaleikur gegn KR og undirbúningur fyrir þann leik hefst strax við heimkomu.

„Við fáum KR í heimsókn á laugardaginn og byrjum bara að undirbúa það eftir netta rútuferð heim. Þá byrjum við að spá í það. KR-ingarnir eru nú sýnd veiði en ekki gefin eins og allir sjá þannig að það verður bara spennandi. Við hlökkum til.“
Athugasemdir
banner
banner