Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 24. maí 2017 16:15
Magnús Már Einarsson
Fangelsisdómur Messi staðfestur
Mynd: Getty Images
Hæstiréttur á Spáni hefur staðfest 21 mánaða fangelsisdóm Lionel Messi vegna skattsvika.

Messi og faðir hans voru báðir dæmdir í fangelsi í fyrra fyrir skattsvik en þeir eru sakaðir um að hafa svikið 4,1 milljón evra undan skatti.

Talið er að peningar feðganna hafi verið faldir í Belís og Úrúgvæ og hafi þeir þannig svikið undan skatti.

Messi og faðir hans fara þó líklega ekki inn í fangelsi því samkvæmt reglum á Spáni má taka út fangelsisdómara sem eru tvö ár eða minna skilorðsbundið.

Messi hefur sjálfur alltaf neitað því að hafa svikið undan skatti en hann sagði í réttarhöldunum í fyrra: „Ég hugsaði einungis um að spila fótbolta."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner