Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 24. júní 2017 22:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hefur ekki áhuga á því að vera líkt við Mourinho
Anthony Hudson.
Anthony Hudson.
Mynd: Getty Images
Anthony Hudson, landsliðsþjálfari Nýja-Sjálands, skilur ekki af hverju honum er stundum líkt við Jose Mourinho.

Hudson hefur stundum verið líkt við Mourinho, en ástæðan fyrir því er óvituð. Hudson skilur það ekki sjálfur.

Mourinho er einn sigursælasti fótboltaþjálfari sögunnar, en hann er í dag við stjórnvölin hjá Manchester United.

„Ég veit ekki hvaðan þessi samanburður kom," sagði Hugson á blaðamannafundi í gær.

„Það væri óskandi að það væri út af árangrinum og bankareikningnum," sagði hann hress.

„Ég minnist aldrei á þetta, þetta virðist bara koma upp og þetta hefur er fast á mér. Ég er bara ég sjálfur og ég hef ekki áhuga á því að vera líkt við einhvern annan."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner