Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 24. júní 2017 20:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Myndband: Memphis gefur út rapplag
Memphis kann meira en að spila fótbolta.
Memphis kann meira en að spila fótbolta.
Mynd: Getty Images
Memphis Depay, fyrrum leikmaður Manchester United, hefur gefið út skemmtilegt tónlistarmyndband. Þar rappar hann!

Depay, sem er þessa stundina í fríi í Kaliforníu í Bandaríkjunum, tók upp myndband og lag með hollenska landsliðsmanninum Quincy Promes, en útkoman er býsna áhugaverð.

Lagið hefur fengið nafnið "LA Vibes Freestyle 1.0".

Myndbandið er á Youtube, en þar er það með meira en 100 þúsund áhorf, degi eftir að það var gefið út.

Depay ætlar greinilega að nýta fríið hjá sér vel, en hann fer aftur til Lyon í Frakklandi eftir nokkrar vikur þar sem undirbúningstímabilið fer senn að hefjast.

Hér að neðan má sjá tónlistarmyndbandið.


Athugasemdir
banner
banner
banner