Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 24. júlí 2016 22:01
Magnús Már Einarsson
Óli Jó: Þurfum ekki fleiri leikmenn
Ólafur Jóhannesson þjálfari Vals.
Ólafur Jóhannesson þjálfari Vals.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, segir að félagið sé ekki að fá nýjan framherja í sínar raðir.

Valsmenn lögðu á dögunum fram tilboð í Hrvoje Tokic, framherja Víkings Ólafsvíkur, samkvæmt öruggum heimildum Fótbolta.net.

Gary Martin og Hólmbert Aron Friðjónsson hafa einnig verið orðaðir við Val en Ólafur segir að ekkert slíkt sé í gangi.

„Það eru engin tilboð frá Val," sagði Ólafur í viðtali eftir 2-2 jafnteflið gegn Fjölni í kvöld.

„Við erum með fullt af leikmönnum og þurfum ekki fleiri leikmenn," bætti Ólafur við.

Ólafur brást ekki vel við þegar hann var spurður út í sögu þess efnis að Kristinn Freyr Sigurðsson gæti farið til KR í skiptum. Sjón er sögu ríkari en viðtalið má sjá hér að neðan.
Óli Jó pirraður: Væri mest spennandi ef þú færir!
Athugasemdir
banner
banner