Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 24. nóvember 2017 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Coutinho: Næstum því eins og að tapa
Coutinho er talinn meðal bestu leikmanna Liverpool og hefur verið gríðarlega eftirsóttur af Barcelona undanfarin misseri.
Coutinho er talinn meðal bestu leikmanna Liverpool og hefur verið gríðarlega eftirsóttur af Barcelona undanfarin misseri.
Mynd: Getty Images
Liverpool heimsótti Sevilla í Evrópudeildinni í gær og gerði 3-3 jafntefli.

Liverpool komst í þriggja marka forystu í fyrri hálfleik en heimamenn náðu að jafna eftir klaufalegan varnarleik þeirra rauðklæddu í síðari hálfleik.

Philippe Coutinho var í liði Liverpool í leiknum en komst ekki á blað. Liðið er á toppi E-riðils með níu stig og annan fótinn í útsláttarkeppninni. Síðasti leikur riðlakeppninnar er á heimavelli gegn Spartak Moskvu 6. desember.

„Þetta voru ekki góð úrslit, okkur leið næstum því eins og við hefðum tapað," sagði Coutinho við vefsíðu Liverpool.

„Við áttum frábæran fyrri hálfleik en gáfum svo allt frá okkur í þeim síðari. Það var mjög pirrandi, við vorum mjög pirraðir.

„Við verðum að halda okkur vakandi allan leikinn, einbeitingaskortur leiðir til marks. Mér finnst eins og allt liðið hafi sofnað í smá stund, við héldum að þetta yrði of erfitt fyrir andstæðinganna því við vorum þremur mörkum yfir í hálfleik."

Athugasemdir
banner
banner
banner