Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 25. febrúar 2018 13:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stuðningsmenn West Ham: Hafið valdið meiri skaða en Hitler
Mynd: Getty Images
Samband stuðningsmanna West Ham við eigendur félagsins er alls ekki gott þessa daganna.

Stuðningsmenn liðsins eru verulega ósáttir með viðskipti félagsins í síðustu félagaskiptum og margt fleira, til að mynda með flutninginn á Ólympíuleikvanginn í Lundúnum.

West Ham heimsótti Liverpool í gær og þurfti að sætta sig við 4-1 tap. Eftir tapið er West Ham í 13. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, aðeins þremur stigum frá 18. sætinu sem er fallsæti.

Stuðningmennirnir eru eins og áður segir ósáttir með eigendur og stjórnarmenn West Ham og meðferð þeirra á félaginu en hópur stuðningsmanna lét óánægju sína í ljós í gær með borða sem á stóð: „Brady, Sullivan og Gold hafa valdið meiri skaða í austurhluta Lundúna en Adolf Hitler. Út, út, út."

Flestir eru á því að með þessum borða hafi stuðningsmenn West Ham hafi farið langt yfir strikið. Í seinni heimstyrjöldinni varð austurhluti Lundúna fyrir miklum sprengjuárásum.

Stuðningsmenn West Ham hafa ekki bara verið gagnrýndir fyrir hegðun sína á Anfield í gær því stuðningsmenn Liverpool hafa líka fengið gagnrýni á sig.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner