Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 25. apríl 2015 06:00
Hafliði Breiðfjörð
Sonur Önnu Bjargar fær samning hjá Fylki
Frá undirskrift samninga við leikmennina.
Frá undirskrift samninga við leikmennina.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Fylkir tilkynnti í vikunni að félagið hafi gert samninga til þriggja ára við tvo unga og efnilega leikmanna liðsins. Þetta eru þeir Ari Leifsson og Axel Andri Antonsson.

Ari sem er varnamaður og Axel sem er miðjumaður koma báðir í gegnum unglingastarf félagsins. Strákarnir sem eru báðir á sautjánda aldursári eru lykilmenn í 2. flokki félagsins og hafa fengið smjörþefinn af meistaraflokki í vetur.

Axel Andri er sonur Önnu Bjargar Björnsdóttur sem lék í framlínu kvennaliðs félagsins í fjölda ára þar til hún lagði skóna á hilluna síðasta haust.

Þeir félagar spiluðu sinn fyrsta meistaraflokksleik í lok janúar þegar þeir komu inná sem varamenn í Reykjavíkurmótinu í leik gegn Fram og Ari fór með meistaraflokkshópnum í æfingaferð til Tyrklands á dögunum.

„Knattspyrnudeild Fylkis lýsir yfir mikill ánægju með þessi tíðindi og væntir mikils af þessum efnilegu drengjum í framtíðinni," segir í tilkynningu félagsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner