Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 25. apríl 2018 19:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Man City skoðar að bæta við fimmta Brassanum
Halter hér númer fjögur.
Halter hér númer fjögur.
Mynd: Getty Images
Sky Sports greinir frá því að Englandsmeistarar Manchester City séu að fylgjast með brasilíska varnarmanninum Lucas Halter.

Halter er fæddur 2000 og er aðeins 17 ára. Hann leikur með Atletico Paranaense í heimalandinu og hefur verið að vekja áhuga stærstu liða Evrópu, þar á meðal Manchester City.

Halter var hluti af U17 landsliði Brasilíu sem endaði í þriðja sæti á HM U17 landsliða í fyrra. England vann mótið.

Ef Halter fer til Man City þá verður hann fimmti Brasilíumaðurinn hjá félaginu. Hjá City eru nú þegar landsliðsmennirnir Ederson, Gabriel Jesus, Fernandinho og Danilo.

John Stones, varnarmaður Man City, hefur lítið verið að spila að undanförnu en hann er ekki á förum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner