Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 25. júní 2016 18:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sjáðu mörkin: Skoraði með skalla fyrir utan teig
Sandra átti ekki góðan leik á sínum gamla heimavelli
Sandra átti ekki góðan leik á sínum gamla heimavelli
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sandra Sigurðardóttir, markvörður Vals, sneri aftur á sinn gamla heimavöll í Garðabænum í dag.

Hún átti ekki sinn besta dag, en fyrsta mark leiksins var stórfurðulegt. Harpa Þorsteinsdóttir sendi þá fyrir frá vinstri á Þórdísi Hrönn Sigfúsdóttur sem var dálítið fyrir utan teig. Þórdís átti að því er virtist hættulausan skalla að marki, en Sandra Sigurðardóttir, markvörður Vals og fyrrverandi markvörður Stjörnunnar, misreiknaði sig illilega og boltinn hafnaði í netinu.

Fjórum mínútum síðar var staðan orðin 2-0 þegar Ana Victoria Cate skoraði. Sandra leit ekkert sérstaklega vel út í því marki heldur og svo sannarlega slæmur dagur á skrifstofunni hjá henni.

Harpa Þorsteinsdóttir skoraði svo þriðja og síðasta mark leiksins undir lokin og var það sjötta mark hennar í sumar.

Vísir.is hefur birt myndband af mörkunum úr leiknum og má sjá þau með því að smella hér
Athugasemdir
banner
banner
banner