Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
   lau 25. október 2014 20:00
Elvar Geir Magnússon
Benatia: Þurfum að halda okkur á jörðinni
SkjárSport sýnir Gladbach - Bayern í beinni á morgun
Mehdi Benatia.
Mehdi Benatia.
Mynd: Getty Images
Mehdi Benatia, varnarmaður Bayern München, hefur varað liðsfélaga sína við því að sýna ekki værukærð í leiknum gegn Borussia Monchengladbach í þýsku úrvalsdeildinni á morgun.

Bayern er í efsta sæti með fjögurra stiga forystu á Gladbach sem er í öðru sæti. Leikurinn á morgun hefst klukkan 16:30 en SkjárSport sýnir hann beint. Leikurinn verður svo endursýndur 20:20 um kvöldið.

Bayern vann 7-1 sigur gegn Roma í Meistaradeildinni í vikunni og hefur unnið sex sigra í röð í öllum keppnum. Síðasta tap liðsins kom í þýska ofurbikarnum gegn Borussia Dortmund í ágúst.

Gladbach er einnig ósigrað í deildinni á þessu tímabili.

„Við megum ekki missa okkur í gleðinni. Eftir sigurinn gegn Roma fórum við beint í að undirbúa leikinn gegn Gladbach. Það er mikilvægur leikur í leiðinni að titlinum og það eru margir mikilvægir leikir framundan. Við þurfum að halda einbeitingu og taka einn leik í einu," sagði Benatia.

Bayern hefur aðeins fengið tvö mörk á sig í þýsku úrvalsdeildinni á þessu tímabili. Gladbach vann góðan sigur gegn Hannover 3-0 í síðasta deildarleik og rúllaði yfir Apollon 5-0 í Meistaradeildinni síðasta fimmtudag.

Lið Guardiola vann báða leikina gegn Gladbach á síðasta tímabili, útileikinn unnu Bæjarar 2-0 í janúar síðastliðnum.
Stöðutaflan Rússland Efsta deild - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Zenit 27 15 6 6 45 24 +21 51
2 FK Krasnodar 27 14 8 5 41 26 +15 50
3 Dinamo 27 14 8 5 46 35 +11 50
4 Lokomotiv 27 11 11 5 45 37 +8 44
5 Spartak 27 12 7 8 37 31 +6 43
6 Kr. Sovetov 27 11 7 9 44 37 +7 40
7 Rostov 27 11 7 9 39 40 -1 40
8 CSKA 27 9 12 6 47 38 +9 39
9 Rubin 27 10 8 9 26 33 -7 38
10 Akhmat Groznyi 27 9 5 13 30 38 -8 32
11 Orenburg 27 7 8 12 31 36 -5 29
12 Nizhnyi Novgorod 27 8 5 14 25 38 -13 29
13 Fakel 27 6 10 11 20 29 -9 28
14 Ural 27 7 7 13 27 41 -14 28
15 Baltica 27 7 5 15 29 34 -5 26
16 Sochi 27 4 8 15 28 43 -15 20
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner