Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 25. nóvember 2014 10:00
Magnús Már Einarsson
Eiður Smári spilar líklega klukkutíma í dag
Eiður Smári Guðjohnsen.
Eiður Smári Guðjohnsen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eiður Smári Guðjohnsen mun spila æfingaleik með Bolton fyrir luktum dyrum síðar í dag.

Eiður mun spila með U21 árs liði Bolton í æfingaleik en Neil Lennon stjóri liðsins mun fylgjast með leiknum.

,,Leikurinn virðist eiga að fara fram í leyni því þeir létu fjölmiðla ekki vita en mér skilst að planið sé að Eiður spili 60 mínútur," sagði Marc Iles blaðamaður The Bolton News í samtali við Fótbolta.net í dag.

Eiður Smári hefur æft með Bolton undanfarna daga en hann spilaði með liðinu frá 1998 til 2000.

Eiður er í miklum metum hjá stuðningsmönnum Bolton sem sungu nafn hans ítrekað á leik gegn Blackpool um helgina.
Athugasemdir
banner
banner
banner