Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 26. janúar 2015 08:30
Alexander Freyr Tamimi
Pellegrini hefur áhyggjur af frammistöðu sinna manna
Manuel Pellegrini.
Manuel Pellegrini.
Mynd: Getty Images
Manuel Pellegrini, stjóri Manchester City, viðurkennir að hann hafi áhyggjur af spilamennsku sinna manna undanfarið.
´
Englandsmeistararnir hafa ekki unnið í síðustu þremur leikjum sínum og duttu út úr enska bikarnum gegn Middlesbrough um helgina.

Næsti leikur City er gegn Chelsea í deildinni næsta laugardag og er sigur þar nauðsynlegur í titilbaráttunni.

,,Ég hef áhyggjur, ekki bara af leiknum gegn Chelsea, heldur vegna þess að í síðustu tveimur heimaleikjum náðum við ekki að skora. Við höfum fengið á okkur tvö mörk í fjórum af síðustu fimm heimaleikjum," sagði Pellegrini.

,,Kannski tókst okkur á einni viku að eyðileggja allt það góða sem við gerðum í desember. Við þurfum að reyna að komast aftur á þann stað sem við vorum á varnarlega og sóknarlega."

Athugasemdir
banner
banner