Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   sun 26. febrúar 2017 17:00
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Chelsea hafnaði mettilboði í Costa
Chelsea hafnaði 90 milljóna punda tilboði í Costa
Chelsea hafnaði 90 milljóna punda tilboði í Costa
Mynd: Getty Images
Enska blaðið Mirror segir frá því í dag að ágreiningur Diego Costa og Chelsea í janúar hafi verið vegna þess að Chelsea hafnaði mettilboði frá Kína í Costa.

Kínverska félagið Tianjin Quanjin á að hafa boðið 90.3 milljónir punda í Costa í síðasta mánuði.

Franskir miðlar segir að laun Costa hefðu verið um 85 milljónir punda á þremur árum.

Costa var settur út úr leikmannahópi Chelsea fyrir leik gegn Leicester eftir að tilboðið kom í leikmanninn en Antonio Conte, stjóri Chelsea sagði að það hafi verið vegna meiðsla.

Eigandi Tianjin staðfesti í janúar að viðræður hafi verið milli hans og Jorge Mendes, umboðsmanni Costa.

„Ég átti fund með Mendes og hann kom í heimabæ minn. Á þeim tíma vorum við áhugasamir um Costa. PSG sagði okkur að Cavani gæti ekki yfirgefið félagið fyrr en í júní, jafnvel þótt að leikmaðurinn vildi ganga til liðs við okkur. Það sama má segja um Costa því Chelsea var ekki tilbúið að láta hann fara fyrr en í júní. Hins vegar er tímabilið í Kína hálfnað þá, við getum ekki beðið svo lengi," sagði Shu Yuhui, eigandi Tianjin
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner