Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Brynjar Björn útskýrir útlendingafjöldann
Ómar Ingi: Legghlífunum hans var stolið
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
banner
   fim 26. mars 2015 09:38
Elvar Geir Magnússon
skrifar frá Astana í Kasakstan
Eiður Smári: Er klár í það hlutverk sem ég er fenginn í
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Þetta er kannski ekki eitthvað sem ég sá fyrir, fyrir einhverjum tíma en þegar kallið kemur þá var það mjög skemmtilegt og spennandi," sagði Eiður Smári Guðjohnsen við Fótbolta.net í dag.

Eiður Smári er kominn í íslenska landsliðshópinn á nýjan leik og er klár í slaginn fyrir leikinn gegn Kasakstan á laugardag.

,,Eftir frábæra byrjun hjá liðinu er frábært að koma inn í þetta. Við vitum mikilvægi þessa leiks. Okkar leikur er fyrstur á dagskránni og við getum tekið toppsætið í nokkra klukkutíma. Það verður markmiðið."

Eiður hefur spilað vel með Bolton undanfarna mánuði og hann segist vera tilbúinn að byrja á laugardag.

,,Ég held að það sé ekkert öðruvísi hér en annars staðar. Þegar maður mætir til að undirbúa sig fyrir leik þá verður maður að vera tilbúinn frá fyrstu mínútu. Síðan þarf að bíða og sjá hvaða ákvörðun verður tekin. Við erum með hæfa þjálfara til að meta þá stöðu. Ég er klár í það hlutverk sem ég er fenginn í," sagði Eiður sem líkar vel hjá Bolton.

,,Þegar maður fer af stað í þessari daglegu rútínu upplifir maður þetta enn meira og áttar sig á því að það var ekki kominn tími á að hugsa út í neitt annað. Liðið er að berjast í neðri heluta deildarinnar en það hefur verið fínn stígandi í liðinu síðan ég kom. Núna klárum við tímabilið eins vel og við getum."

Eiður gerði samning fram á sumar en Neil Lennon, stjóri Bolton, vill halda honum á næsta tímabili.

,,Það hefur verið létt spjall milli mín og stjórans. Við erum ekki farnir að ræða þetta á alvarlegum nótum. Miðað við það sem ég heyrði haft eftir þjálfaranum í gær þá er svipuð staða hjá mér. Þetta er að stórum hluta undir mér komið, að halda mér í standi og vera meiðslalaus. Ég þarf að spila sem best. Þá held ég að það verði auðveldara að taka ákvörðun um framtíðina hvort það verði með Bolton eða annars staðar."

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner