Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Brynjar Björn útskýrir útlendingafjöldann
Ómar Ingi: Legghlífunum hans var stolið
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
   mið 26. apríl 2017 17:00
Magnús Már Einarsson
Margrét Lára: Allir í hættu ef vélmennið Zlatan getur slitið krossbönd
Margrét Lára Viðarsdóttir.
Margrét Lára Viðarsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta verður brjáluð barátta. Það er fullt af liðum sem geta unnið þessa deild," segir Margrét Lára Viðarsdóttir, fyrirliði Vals, um tímabilið sem er framundan í Pepsi-deild kvenna.

Valur heimsækir Þór/KA í fyrstu umferðinni á Akureyri á morgun.„Það er gríðarlega erfiður leikur framundan hjá okkur. Þór/KA er með mjög gott og skemmtilegt lið. Það er gaman að fara norður og ég held að þetta verði 50/50 leikur eins og eiginlega allir leikir í sumar. Við hlökkum til að byrja og sjá hvað gerist. Þær eru sterkar og við þurfum að kreista þessi þrjú stig með okkur heim."

Dóra María Lárusdóttir, Elísa Viðarsdóttir og Mist Edvardsdóttir hafa allar slitið krossbönd í vetur og verða ekki með Val í sumar.

„Þetta eru frábærir leikmenn og miklir karakterar. Þetta eru leikmenn með mikla reynslu og það er mikill söknuður í þeim. Liðið er búið að vera í sárum en ég held að á endanum muni þetta bara styrkja okkur og efla liðsheildina. Þær koma síðan ferskar á næsta ári," sagði Margrét.

„Ég held að það sé voða erfitt að finna einhvern sökudólg. Það er enginn sökudólgur í þessu. Þetta er tilviljun. Þetta er stórt ár í kvennaboltanum og það eru allir að æfa vel og gera sitt besta. Það lenda allir leikmenn í meiðslum á sínum ferli og þessar þrjár eru að lenda í því núna. Þetta er ömurleg tímasetning. Ef að Zlatan, vélmennið sjálft, getur slitið krossbönd þá eru allir í hættu."

Margrét Lára reiknar með að spila meira á miðjunni í sumar heldur en í fremstu víglínu. Það gæti orðið til þess að hún skori minna í Draumaliðsdeild Azazo en í fyrra. „Ég tek allavega vítin og aukaspyrnurnar. Við sjáum hvort eitthvað komi út úr því. Það hentar mér ágætlega að spila sem miðjumaður í dag og ég reyni að gera það besta úr því og skora fyrir þá sem velja mig í Draumaliðið," sagði Margrét.

Smelltu hér til að taka þátt í Draumaliðsdeild Azazo

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner