Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Brynjar Björn útskýrir útlendingafjöldann
Ómar Ingi: Legghlífunum hans var stolið
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
   fim 26. apríl 2018 13:00
Magnús Már Einarsson
Ásgeir Börkur: Jákvætt fyrir allt Fylkis batteríið
Ásgeir Börkur Ásgeirsson.
Ásgeir Börkur Ásgeirsson.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
„Það er gaman að vera kominn aftur á meðal þeirra bestu og við hlökkum til," segir Ásgeir Börkur Ásgeirsson, fyrirliði Fylkis, en Árbæingar eru mættir í Pepsi-deildinni á nýjan leik og mæta Víkingi R. í fyrstu umferðinni aá laugardaignn.

Nýliðum Fylkis er spáð rétt fyrir ofan fallsvæðið í flestum spám fyrir mót. „Við erum með lið í að gera mjög góða hluti. Þetta snýst um að mæta í hvern leik fyrir sig og gera það sem við gerum best," sagði Ásgeir Börkur.

Verið er að leggja gervigras á Fylkisvöll og því spila Fylkismenn fyrstu heimaleiki sumarsins í Egilshöll.

„Mér finnst það vera fínt. Það var alltaf vitað að þetta er púsluspil og mér er sama hvort við spilum í Egilshöll, Laugardal eða Kórnum. Við spiluðum í Egilshölll í allan vetur og það verður leiðinlegt að mæta okkur í Egilshöllinni," sagði Ásgeir Börkur en hann er ánægður með að fá gervigras á aðalvöllinn í Árbæ.

„Ég er mjög sáttur. Ég held að það sé jákvætt fyrir allt Fylkis batteríið. Bæði unga fólkið og báða meistaraflokkana. Þetta býr til meira pláss og við getum kannski búið til fleiri og betri fótboltamenn."

föstudagur 27. apríl
20:00 Valur-KR (Valsvöllur)
20:00 Stjarnan-Keflavík (Samsung völlurinn)

laugardagur 28. apríl
14:00 Breiðablik-ÍBV (Kópavogsvöllur)
14:00 Grindavík-FH (Grindavíkurvöllur)
16:00 Fjölnir-KA (Egilshöll)
18:00 Víkingur R.-Fylkir (Víkingsvöllur)

Ekki gleyma Draumaliðsdeild Eyjabita!
Mundu að gera breytingar á þínu liði í Draumaliðsdeild Eyjabita. Hægt er að skrá sig í allt sumar. Markaðurinn lokar klukkutíma fyrir fyrsta leik umferðarinnar.
Smelltu hér til að taka þátt í Draumaliðsleiknum!
Athugasemdir
banner