Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 26. maí 2018 11:00
Fótbolti.net
Meistaraspáin: Liverpool eða Real Madrid?
Mynd: Fótbolti.net
Leikmenn Liverpool á æfingu í Kiev í gær.
Leikmenn Liverpool á æfingu í Kiev í gær.
Mynd: Getty Images
Það er komið að sjálfum úrslitaleiknum í Meistaradeildinni í kvöld en Liverpool og Real Madrid mætast í Kiev klukkan 18:45.

Sigurbjörn Hreiðarsson aðstoðarþjálfari Vals og Tryggvi Guðmundsson markahrókur eru sérfræðingar Fótbolta.net í Meistaradeildinni.

Fótbolti.net kemur með sína spá en keppni er í gangi þar sem 3 stig eru gefin fyrir hárrétt úrslit og 1 stig fyrir rétt tákn. Fótbolti.net leiðir í augnablikinu.


Tryggvi Guðmundsson:

Liverpool 1 - 3 Real Madrid
Grunar að leikurinn þróist þannig að Liverpool lendi undir 2-1 og þurfa að fara all in síðustu 15 og fá þá á sig annað úr skyndisókn í kjölfarið. Held með Liverpool í þessum leik en þetta er bara það sem að mig grunar að gerist.

Sigurbjörn Hreiðarsson:

Liverpool 3 - 2 Real Madrid (Eftir framlengingu)
Fer sennilega í framlengingu þar sem bæði lið skipta fjórða manni inn á. Fer svo á endanum 3-2 fyrir Liverpool. Þetta verður allt galopið og fjörugt á laugardagskvöldi. Góða skemmtun.

Benjamín Þórðarson - Fótbolti.net

Liverpool 3 - 2 Real Madrid
Þvílíkur úrslitaleikur sem þetta verður! Sennilega einn sá skemmtilegasti í mörg ár. Það verður 1-2 fram á 85.mínútu þegar Real var umdeilt víti og CR7 jafnar og allt vitlaust á vellinum en Mo Salah kórónar geggjað season og skorar stórbrotið sigurmark í uppbótartíma!



Staðan í Meistaraspánni:
Fótbolti.net 23
Tryggvi 17
Sigurbjörn 12


Sjá einnig:
Enska hringborðið - Lokauppgjör og upphitun fyrir risaleiki
Líkleg byrjunarlið Real Madrid og Liverpool
Láttu vaða - Ertu klár fyrir úrslitaleik Meistaradeildarinnar?
Landsliðsmenn spá í úrslitaleik Liverpool og Real Madrid
Athugasemdir
banner