Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 26. maí 2018 13:30
Ívan Guðjón Baldursson
Ramos: Ætlum að vinna þriðja árið í röð
Mynd: Getty Images
Sergio Ramos segir að hungur og metnaður séu drifkrafturinn bakvið frábært gengi Real Madrid í Meistaradeildinni undanfarin ár.

Ramos, sem er fyrirliði Real, telur samherja sína ekki eiga í nokkrum erfiðleikum með að halda sér við efnið þrátt fyrir að hafa unnið keppnina þrisvar á fjórum árum.

„Hungur og metnaður eru lykillinn, við erum ennþá hungraðir þrátt fyrir sigrana," sagði Ramos. „Við erum með frábæran leikmannahóp þar sem allir eru á sömu blaðsíðu.

„Stemningin í klefanum er frábær. Það er enginn sem lítur of stórt á sig og það skiptir litlu máli hverjir verða í byrjunarliðinu því við erum allir með sama markmið.

„Við höfum engar efasemdir um getu okkar til að komast í sögubækurnar. Við ætlum að vinna keppnina þriðja árið í röð."

Athugasemdir
banner
banner