Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 26. september 2017 15:10
Magnús Már Einarsson
Björgvin Stefáns má ræða við önnur félög - Ætlar í Pepsi-deildina
Björgvin fagnar einu af mörkum sínum í sumar.
Björgvin fagnar einu af mörkum sínum í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Björgvin Stefánsson, framherji Hauka, hefur fengið leyfi til að ræða við önnur félög. Björgvin varð næstmarkahæstur í Inkasso-deildinni í sumar með 14 mörk í 19 leikjum og hann stefnir á að fara í Pepsi-deildina.

„Ég tilkynnti þeim (Haukum) það að ég hafi metnað til þess að spila í Pepsi-deildinni. Þeir sýndu því skilning og gáfu mér leyfi til þess að ræða við önnur félög," sagði Björgvin við Fótbolta.net í dag.

Hinn 22 ára gamli Björgvin varð markakóngur í 1. deildinni árið 2015 þegar hann skoraði 20 mörk í 22 leikjum með Haukum.

Í fyrravor fór Björgvin í Val á láni og á miðju sumri fór hann í Þrótt R. Björgvin skoraði samtals tvö mörk í sextán leikjum í Pepsi-deildinni í fyrra en hann segist vera reynslunni ríkari núna.

„Ég tel mig hafa lært mikið af síðasta tímabili í efstu deild og þroskast mikið sem leikmaður á því," sagði Björgvin.

„Síðast þegar ég lék í efstu deild þá kom ég stuttu fyrir mót og hafði kannski ekki fengið undirbúninginn sem ég þurfti svo ég held að ég eigi meiri möguleika á því að aðlagast getumuninum núna."
Athugasemdir
banner
banner