Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 27. mars 2015 08:13
Elvar Geir Magnússon
Lagerback: Eiður enn með töfra í skónum
Allir klárir fyrir leikinn á morgun
Icelandair
Eiður Smári Guðjohnsen.
Eiður Smári Guðjohnsen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Hann hefur verið flottur á æfingunum eins og við var að búast," sagði Lars Lagerback, annar landsliðsþjálfara Íslands, á fréttamannafundi í Kasakstan á morgun, um Eið Smára Guðjohnsen.

„Hann hefur verið að spila mjög vel fyrir Bolton og það er ástæðan fyrir því að við völdum hann. Hann er enn með töfra í skónum og það er alltaf gott að hafa leikmann í hópnum með hans kunnáttu, reynslu og persónuleika."

„Þetta gefur okkur Heimi miklu meiri möguleika og stöðugleika í hópnum. Hans leikstíll og geta er öðruvísi en hjá öðrum sem við höfum í hópnum. Það er 100% jákvætt að fá hann aftur."

Lagerback segist ánægður með allar aðstæður. „Það er ekkert sem við getum kvartað yfir. Það eru allir heilir, ein æfing eftir og vonandi meiðist enginn þar," sagði Lagerback en samkvæmt upplýsingum frá fjölmiðlafulltrúa KSÍ komust allir heilir í gegnum æfinguna og er því úr fullum hópi að velja fyrir morgundaginn.

„Leikirnir hjá Kasakstan hérna á þeirra heimavelli hafa verið jafnir og liðið hefur verið jafnmikið með boltann og andstæðingarnar. Við búumst við jöfnum leik og búum okkur undir það," bætti Heimir Hallgrímsson við en landsliðsþjálfararnir hafa talað um að Kasakstan hafi í raun spilað betur en staðan í riðlinum sýnir.
Athugasemdir
banner
banner