Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 27. mars 2015 10:46
Elvar Geir Magnússon
Sportbloggið fræðir þig um lið Kasakstan
Icelandair
Yuri Krasnozhan þjálfar Kasakstan en hann er fyrrum þjálfari Anzhi Makhachakala og Lokomotiv í Moskvu.
Yuri Krasnozhan þjálfar Kasakstan en hann er fyrrum þjálfari Anzhi Makhachakala og Lokomotiv í Moskvu.
Mynd: Getty Images
Fyrir þá lesendur sem vilja fræðast um landslið Kasakstan þá er Sportbloggið með skemmtilega upphitunarmola um liðið. Við birtum hér brot úr greininni sem lesa má í heild á síðunni.



Hinn rússneski þjálfari Kazakhstan, Yuri Krasnozhan, tilkynnti hóp liðsins fyrir leikina gegn Íslandi og Rússlandi í síðustu viku en í hópnum eru 28 leikmenn.

Hann hefur gert sjö breytingar á hópnum frá því í leiknum gegn Tyrklandi í nóvember síðastliðnum.

Aðeins tveir leikmenn leika með liðum utan Kazkhstan, þeir Konstantin Engel og Alexander Merkel. Sá síðarnefndi er að taka þátt í sínu fyrsta verkefni með liðinu eftir að hafa nýlega ákveðið að leika með því.

Aðeins 10 af 28 leikmönnum hafa leikið utan heimalandsins á ferlinum.

Astana FC með flesta leikmenn, 10 talsins eða 36% af hópnum.

Meðalaldur Kazakhstan - 25,5 ár. - Ísland - 26,5 ár.

Voru partur af Sovétríkjunum - eftir fall þeirra gekk Kazakhstan í AFC (Knattspyrnusamband Asíu).

Kazakhstan gekk í UEFA eftir HM 2002 - tóku þátt í sinni fyrstu undankeppni þar fyrir HM 2006.

SMELLTU HÉR til að lesa greinina í heild sinni
Athugasemdir
banner