Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Brynjar Björn útskýrir útlendingafjöldann
Ómar Ingi: Legghlífunum hans var stolið
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
   fim 27. apríl 2017 21:48
Hafliði Breiðfjörð
Rakel: Ég fór bara að hlæja
Rakel skoraði eina mark leiksins.
Rakel skoraði eina mark leiksins.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Við vorum lengi að ná inn marki og þetta var vinnusigur hjá okkur, þetta var ekki fallegt," sagði Rakel Hönnudóttir fyrirliði Breiðabliks eftir 1-0 sigur á FH í fyrstu umferð Pepsi-deildar kvenna í kvöld.

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  0 FH

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -0 FH

„Við vorum að spila úr okkur stressið, en eftir að við náðum markinu var ekki mikið um spil hjá okkur. Við héldum boltanum illa og hefðum átt að gera það betur. Við hefðum getað sett allavega eitt mark í viðbót en markmaðurinn þeirra varði tvisvar mjög vel. Ég er samt ánægð með sigurinn."

Þetta var fyrsti grasleikur Breiðabliks á árinu en Rakel segir að liðið hafi æft á grasi að undanförnu.

„Það eru alltaf smá viðbrigði að koma á gras en við erum búnar að æfa á grasi í 3-4 daga svo þetta var allt í lagi," sagði Rakel.

Í dag varð völlurinn alveg hvítur eftir snjókomu en snjórinn varð þó fljótur að hverfa og völlurinn leit vel út í upphafi leiks.

„Ég fór bara að hlæja. Ég bjóst við að leikurinn yrði færður eitthvað en svo kom sól. Maður veit aldrei hvað gerist á Íslandi. Völlurinn var mjög góður."

Rakel spilaði síðustu 20 mínúturnar sem miðvörður eftir að Ingibjörg Sigurðardóttir fékk að líta rauða spjaldið.

„Ég spila bara þar sem ég er beðin um að spila. Ég hef ekki spilað í miðverði áður fyrir utan tvær mínútur í einum leik. Þetta fer í reynslubankann og það var gaman að prufa."

Viðtalið má sjá í sjónvarpinu að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner