Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 27. maí 2017 15:38
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið Arsenal og Chelsea: Mertesacker byrjar í fyrsta sinn
Mynd: Getty Images
Arsenal og Chelsea mætast í úrslitaleik FA bikarsins eftir tæpa klukkustund.

Liðin eru bæði staðsett í London og eiga mikla sögu að baki sem kryddar viðureignina enn meira.

Vörn Arsenal er ekki í góðu standi enda er Laurent Koscielny í leikbanni og þá eru Shkodran Mustafi, Kieran Gibbs og Gabriel Paulista allir frá vegna meiðsla.

Per Mertesacker er að spila sinn fyrsta leik fyrir Arsenal í rúmt ár, en hann hefur aldrei áður spilað í þriggja manna varnarlínu.

Alex Oxlade-Chamberlain verður á vinstri kanti í fjarveru Gibbs og verður Danny Welbeck fremsti maður.

Chelsea teflir fram sínu hefðbundna byrjunarliði með Victor Moses og Marcos Alonso á vængjunum.

Nemanja Matic byrjar ásamt N'Golo Kante á miðjunni og er Pedro í framlínunni ásamt Diego Costa og Eden Hazard.

Chelsea eru Englandsmeistarar eftir frábært tímabil undir stjórn Antonio Conte og geta því fullkomnað tvennuna með sigri, á meðan Arsenal getur tryggt sér sinn þriðja FA bikar á fjórum árum.

Arsenal: Ospina; Holding, Mertesacker, Monreal;
Bellerin, Ramsey, Xhaka, Chamberlain; Özil, Sanchez;
Welbeck

Chelsea: Courtois; Azpilicueta, David Luiz, Cahill; Moses, Kante, Matic, Alonso; Pedro, Costa, Hazard.
Athugasemdir
banner
banner
banner