Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 27. júní 2016 19:31
Arnar Geir Halldórsson
Sjáðu markið: Kolbeinn kemur Íslandi yfir
Icelandair
Kolbeinn 1-0 Joe Hart
Kolbeinn 1-0 Joe Hart
Mynd: Getty Images
Ísland leiðir 2-1 gegn Englandi í 16-liða úrslitum EM þegar hálftími er liðinn af leiknum.

Wayne Rooney kom Englendingum yfir með marki úr vítaspyrnu strax á 3.mínútu. Vítaspyrnan var dæmd á Hannes Þór Halldórsson þar sem hann braut klaufalega á Raheem Sterling.

Okkar strákar voru hinsvegar ekki lengi að svara því Ragnar Sigurðsson jafnaði mínútu síðar þegar hann var réttur maður á réttum stað í teignum eftir langt innkast frá fyrirliðanum Aroni Einari Gunnarssyni.

Markahrókurinn Kolbeinn Sigþórsson kom svo Íslandi í 2-1 á 18.mínútu með föstu skoti sem Joe Hart í marki Englendinga réði ekki við. Myndband af markinu má sjá hér fyrir neðan.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner