Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 27. júní 2017 20:00
Þórarinn Jónas Ásgeirsson
Tilboði í Valencia hafnað
Enner Valencia hefur líklega spilað sinn síðasta leik í treyju West Ham
Enner Valencia hefur líklega spilað sinn síðasta leik í treyju West Ham
Mynd: Getty Images
West Ham hefur hafnað tilboði í Enner Valencia frá Mexíkóska liðinu Tigres, þetta segja heimildar með Sky Sports.

Sky Sports greinir frá því að Hamrarnir eru viljugir til að losa sig við Ekvadorann í sumar og vonasst til þess að komast að samkomulagi við Tigres.

Valencia kom til West Ham frá Mexíkóska liðinu Pachuca fyrir 12,5 milljónir punda árið 2014 eftir að hafa hrifið fyrir Ekvador á HM í Brasilíu.

Þessi 27 ára gamali framherji hefur verið í vandræðum með að ná stöðugleika í sína spilamennsku síðan hann kom til Englands og hefur aðeins skorað 10 mörk í 66 leikjum fyrir West Ham.

Valencia eyddi síðasta tímabili í láni hjá Everton eftir að hafa verið sagt af Slaven Bilic, knattspyrnustjóra West Ham, að ekki væri óskað eftir hans kröftum hjá West Ham.

Hann skoraði aðeins þrjú mörk í 23 leikjum og Everton ákvað að nýta ekki þann möguleika sem var í lánssamningum og kaupa hann í sumar.
Athugasemdir
banner