Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 27. júlí 2014 22:33
Daníel Freyr Jónsson
Man City skoraði fimm gegn AC Milan
Stevan Jovetic skoraði tvö.
Stevan Jovetic skoraði tvö.
Mynd: Getty Images
AC Milan 1 - 5 Manchester City
0-1 Stevan Jovetic ('12)
0-2 Scott Sinclair ('14)
0-3 Jesus Navas ('23)
0-4 Kelechi Iheanacho ('26)
1-4 Sulley Muntari ('42)
1-5 Stevan Jovetic ('58)

Englandsmeistarar Manchester City áttu ekki í neinum vandræðum með AC Milan þegar liðin mættust á æfingamóti sem fram fer í Bandaríkjunum.

Stevan Jovetic skoraði tvö mörk í 5-1 stórsigri City þar sem staðan var þegar orðin 4-0 eftir 26 mínútur.

Scott Sinclair og Jesus Navas sitt markið hvor eftir að Jovetic hafði skorað fyrsta mark leiksins, áður en undarbarnið Kelechi Iheanacho skoraði fjórða markið.

Sulley Muntari tókst að minnka muninn fyrir leikhlé, en Jovetic gerði fimmta og síðasta mark City á 58. mínútu.

Leikurinn var fyrsti leikur æfingamóts þar sem Olympiakos og Liverpool eru einnig á meðal þáttakenda.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner