Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 27. júlí 2017 18:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Neitar fréttum um að Renato Sanches sé að koma
Renato Sanches.
Renato Sanches.
Mynd: Getty Images
Marco Fassone, framkvæmdastjóri AC Milan, hefur neitað fréttum þess efnis að Renato Sanches sé að ganga í raðir félagsins. Hann segir að verðmiði Bayern München á leikmanninum sé of hár.

Hinn 19 ára gamli Sanches átti ekki gott fyrsta tímabil hjá Bayern. Hann kom aðeins við sögu í 17 leikjum í þýsku Bundesligunni.

Hann gæti verið á förum, en AC Milan og Manchester United hafa hvað helst verið nefnd í tengslum við Sanches.

Framkvæmdastjóri AC Milan segir að Sanches sé of dýr.

„Í augnablikinu eru engar viðræður," sagði Fassone þegar hann ræddi við Sky Sports á Ítalíu í dag.

„Við höfum rætt nokkrum sinnum við Bayern, en í augnablikinu vilja þeir fá upphæð sem við erum ekki tilbúnir að borga."

„Ef staða þeirra breytist í águst, þá erum við hérna."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner