Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 27. desember 2014 11:45
Arnar Geir Halldórsson
Neil Warnock rekinn frá Crystal Palace (Staðfest)
Rekinn
Rekinn
Mynd: Getty Images
Neil Warnock hefur verið rekinn úr starfi sem knattspyrnustjóri Crystal Palace og er því fyrsti stjórinn sem er látinn taka poka sinn á þessari leiktíð.

Palace tapaði 3-1 fyrir Southampton í gær og er í fallsæti. Keith Millen sem var aðstoðarmaður Warnock mun stýra liðinu gegn QPR á morgun.

Warnock vann aðeins þrjá leiki af þeim sextán sem hann stýrði en hann tók við liðinu þegar Tony Pulis hætti skyndilega í upphafi leiktíðar.
Athugasemdir
banner