Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 27. desember 2014 23:00
Jóhann Ingi Hafþórsson
Pardew ósáttur við að fá ekki víti gegn United
Alan Pardew.
Alan Pardew.
Mynd: Getty Images
Alan Pardew var pirraður yfir að Newcastle skildi ekki nýta færin sín betur í 3-1 tapi liðsins gegn Manchester United í gær ásamt því að vera svekktur yfir að Newcastle hafi ekki fengið vítaspyrnu í leiknum.

Daryl Janmaat og Ayoze Perez fengu báðir fín færi fyrir gestina í fyrri hálfleik, en nýttu þau ekki næginlega vel. Wayne Rooney refsaði með að skora tvö mörk áður en hann lagði það þrjiðja upp á Robin van Persie.

Newcaslte skoraði á 87. mínútu með marki Papiss Cisse af vítapunktinum eftir að Jack Colback braut á Phil Jones. Pardew var hins vegar svekktur yfir að Newcastle skildi ekki fá víti er Juan Mata virtist brjóta af Yoam Gouffran.

,,Dómarinn gerði mistök. Þetta var víti, Mata hleypur í hælanna á honum. Þetta var marktækifæri. Þetta var klaufalegt og þetta var vítaspyrna," sagði Pardew.

Newcastle hefur nú tapað fjórum leikjum í röð og viðurkennir Pardew að liðið hafi ekki varist nógu vel til að stoppa Rooney, Van Persie, Mata og Falcao.

,,Við verðum að verjast betur en við gerðum í dag, það er á hreinu."
Athugasemdir
banner
banner