Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 27. desember 2014 15:45
Arnar Geir Halldórsson
Tim Sherwood líklegastur til að taka við Palace
Er Sherwood að snúa aftur í enska boltann?
Er Sherwood að snúa aftur í enska boltann?
Mynd: Getty Images
Enskir fjölmiðlar velta vöngum yfir því hver muni taka við Crystal Palace af Neil Warnock sem var rekinn úr stöðu knattspyrnustjóra í morgun.

Tim Sherwood, fyrrum stjóri Tottenham, er talinn líklegastur en á eftir honum koma Tony Pulis, Tony Popovic og Chris Hughton.

Sherwood stýrði Tottenham í 6.sæti ensku úrvalsdeildarinnar í fyrra og átti í viðræðum við Palace þegar Tony Pulis yfirgaf skútuna í haust. Upp úr þeim viðræðum slitnaði þar sem Sherwood var ósáttur við að verið væri að ræða við fleiri en hann.

Keith Millen sem var aðstoðarmaður Warnock mun stýra liðinu á morgun en ólíklegt er að honum verði treyst fyrir stjórastöðunni til lengri tíma.
Athugasemdir
banner
banner
banner