Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 28. mars 2017 21:20
Magnús Már Einarsson
Króatar steinlágu gegn Eistum
Úr fyrri leik Króatíu og Íslands í nóvember síaðstliðnum.
Úr fyrri leik Króatíu og Íslands í nóvember síaðstliðnum.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Króatar, næstu andstæðingar Íslands í undankeppni HM, töpuðu 3-0 gegn Eistlandi í vináttuleik í kvöld.

Siim Luts kom heimamönnum í Eistlandi yfir strax á fyrstu mínútu og þeir Konstantin Vassiljev og Sergei Zenjov bættu við mörkum í lokin.

Króatar unnu Úkraínu 1-0 í undankeppni HM á föstudag en margir leikmenn úr þeim leik fengu frí í kvöld. Luka Modric, Marko Mandzukic og Ivan Rakitic fóru til að mynda ekki með til Íslands.

Domagoj Vida og Matej Mitrovic voru einu leikmennirnir úr leiknum á föstudag sem byrjuðu einnig í kvöld en þeir Josip Pivaric, Tin Jedvaj og Milan Badelj komu líka inn á sem varamenn í kvöld eftir að hafa byrjað á föstudag.

Ivan Perisic, sem var í banni gegn Úkraínu, byrjaði einnig í kvöld sem og Mateo Kovacic miðjumaður Real Madrid, en hann var a bekknum gegn Úkraínu.

Leikur Íslands og Króatíu er toppslagur í I-riðli en hann fer fram á Laugardalsvelli sunnudagskvöldið 11. júní.
Athugasemdir
banner
banner
banner