Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 28. mars 2024 21:00
Ívan Guðjón Baldursson
Dani Olmo kostar 60 milljónir í sumar
Mynd: EPA
Spænski sóknartengiliðurinn Dani Olmo er mikilvægur hlekkur í skemmtilegu liði RB Leipzig en hann gæti verið seldur frá félaginu komandi sumar.

Olmo er 25 ára gamall og er samningsbundinn Leipzig til 2027, en það er sérstakt ákvæði í samningi hans við félagið sem verður hægt að virkja í sumar.

Um er að ræða söluákvæði sem er 60 milljón evra virði. Það þýðir að Leipzig neyðist til að selja Olmo ef áhugasöm félög eru reiðubúin til að borga fyrir hann.

Olmo er búinn að skora 7 mörk og gefa 4 stoðsendingar í 19 leikjum með Leipzig á tímabilinu, auk þess að eiga 8 mörk í 33 A-landsleikjum fyrir Spán.

Manchester City, Arsenal, Chelsea og Real Madrid eru meðal félagsliða sem hafa verið orðuð við Olmo að undanförnu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner