Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 28. mars 2024 11:58
Brynjar Ingi Erluson
Þjálfari Kristians hættir eftir tímabilið (Staðfest)
Mynd: Ajax
John van't Schip, þjálfari Ajax í Hollandi, hættir með liðið eftir þetta tímabil en þetta staðfesti hann í dag.

Van't Schip tók við Ajax í byrjun tímabilsins eftir afar slakt gengi þess undir stjórn Maurice Steijn. Jonny Heitinga og Hedwig Maduro tóku báðir við til bráðabirgða áður en Van't Schip kom til félagsins.

Hann hefur aðeins náð að rétta úr kútnum en Ajax er samt enn langt frá efstu liðum og situr nú í 5. sæti, 21 stigi frá Meistaradeildarsæti.

Van't Schip mun ekki halda áfram með Ajax eftir tímabilið en hann vill þó vera áfram hjá félaginu.

„Ég væri til í að leggja mitt að mörkum í framtíðinni, en í öðru hlutverki,“ sagði Van't Schip.

Pep Lijnders, aðstoðarþjálfari Liverpool, hefur verið orðaður við stöðuna síðustu daga, en hann mun yfirgefa Liverpool í sumar ásamt Jürgen Klopp.

Íslenski landsliðsmaðurinn Kristian Nökkvi Hlynsson er á mála hjá Ajax og hefur verið með mikilvægustu mönnum liðsins á tímabilinu en hann var tekinn inn í aðalliðið í byrjun leiktíðar.
Athugasemdir
banner
banner
banner