Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
banner
   þri 28. apríl 2015 18:30
Magnús Már Einarsson
Snorri Eldjárn og Dilyan Kolev í Einherja (Staðfest)
Jón Orri leggur skóna á hilluna
Snorri Eldjárn Hauksson (til hægri) er genginn í raðir Einherja.
Snorri Eldjárn Hauksson (til hægri) er genginn í raðir Einherja.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Einherij frá Vopnafirði hefur fengið varnarmanninn Snorra Eldjárn Hauksson í sínar raðir frá Dalvík/Reyni.

Snorri Eldjárn hefur verið fastamaður hjá Dalvík/Reyni í 2. deildinni undanfarin ár.

Í fyrra var hann til að mynda fyrirliði hjá Dalvík/Reyni.

Einherji hefur einnig fengið Dilyan Nikolaev Kolev í sínar raðir frá Búlgaríu.

Dilyan er öflugur varnar og miðjumaður en hann spilaði með KF í 2. deildinni í fyrra.

Kristján Bohra er líka kominn til Einherja frá Skallagrími en hann er fæddur árið 1997.

Vopnfirðingar ætla að styrkja leikmannahóp sinn meira fyrir átökin í 3. deildinni í sumar en þeir eru með spænskan leikmann í sigtinu.

Hins vegar hefur varnarmaðurinn Jón Orri Ólafsson lagt skóna á hilluna eftir að hafa verið í algjöru lykilhlutverki hjá Einherja undanfarin ár.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner