Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 28. apríl 2015 17:00
Magnús Már Einarsson
Stefan Spasic og Miguel Gudiel Garcia í Huginn (Staðfest)
Mynd: Tómas Freyr Kristjánsson
Huginn hefur fengið miðvörðinn Stefan Spasic í sínar raðir á nýjan leik.

Spasic hjálpaði Huginn að komast upp úr 3. deildinni árið 2013 en hann mun hjálpa liðinu að fylla skarð Milos Ivankovic sem var að ganga til liðs við Fjarðabyggð.

Spænski kantmaðurinn Miguel Gudiel Garcia hefur einnig gengið í raðir Huginn.

Miðjumaðurinn Blazo Lalevic hefur líka náð samningi við Huginn um að leika áfram með liðinu í sumar líkt og í fyrra þar sem hann var fastamaður.

Huginn kom á óvart og endaði í 4. sæti í 2. deildinni á síðasta tímabili. Seyðisfirðingar tóku ekki þátt í Lengjubikarnum í ár frekar en í fyrra en þeir mæta Leikni Fáskrúðsfirði í Borgunarbikarnum á laugadag.
Athugasemdir
banner
banner