Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 28. apríl 2015 19:20
Elvar Geir Magnússon
Umbi De Bruyne fundaði með PSG
De Bruyne er stoðsendingahæstur í þýsku úrvalsdeildinni.
De Bruyne er stoðsendingahæstur í þýsku úrvalsdeildinni.
Mynd: Getty Images
Belgíski leikmaðurinn Kevin De Bruyne er einn eftirsóttasti leikmaður Evrópu um þessar mundir en hann hefur verið á eldi síðan hann gekk í raðir Wolfsburg frá Chelsea í janúar á síðasta ári.

De Bruyne var magnaður þegar Wolfsburg vann ótrúlegan 4-1 sigur gegn Bayern München fyrr á árinu og er talað um að bæði Manchester liðin hafi mikinn áhuga á að krækja í hann.

Umboðsmaður leikmannsins viðurkennir að hafa rætt við franska stórfélagið PSG um framtíð leikmannsins.

„PSG er með gríðarlegan metnað og er eitt af þeim félögum sem eru að fylgjast gríðarlega vel með Kevin. Það yrði frábært fyrir leikmenn eins og Edinson Cavani og Zlatan Ibrahimovic að hafa svona leikmann sem getur lagt upp færi eins og vindurinn," segir umboðsmaðurinn Patrick De Koster.
Athugasemdir
banner
banner