Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 28. maí 2016 17:59
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pepsi-kvenna: Breiðablik vann á Selfossi
Fanndís skoraði annað mark Blika
Fanndís skoraði annað mark Blika
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Selfoss 1 - 2 Breiðablik
0-1 Esther Rós Arnarsdóttir ('27)
0-2 Fanndís Friðriksdóttir ('32)
1-2 Ingibjörg Sigurðardóttir ('72, sjálfsmark)
Nánar um leikinn

Breiðablik er komið aftur á sigurbraut í Pepsi-deild kvenna, en liðið fór á Selfoss og heimsótti heimakonur í dag.

Íslandsmeistarar Breiðabliks komust yfir á 27. mínútu þegar Esther Rós Arnarsdóttir skoraði, 1-0.

Fimm mínútum síðar bætti Fanndís Friðriksdóttir við marki og staðan var því 2-0 þegar liðin gengu til búningsklefa.

Í síðari hálfleik minnkaði Selfoss muninn, en Lauren Elizabeth Hughes átti þá skot sem fór af varnarmanni Blika og þaðan í netið.

Selfoss komst ekki lengra og sigur Blika því niðurstaðan, en Breiðablik er nú í 2. sætinu með átta stig, tveimur stigum á eftir Stjörnunni. Selfoss er í 5. sætinu með sex stig.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner