Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 28. júlí 2016 20:00
Ívan Guðjón Baldursson
Borgunarbikarinn: ÍBV í úrslit eftir sigur gegn FH
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍBV 1 - 0 FH
1-0 Simon Kollerup Smidt ('40)
Rautt spjald: Kristján Flóki Finnbogason, FH ('92)
Smelltu hér til að lesa nánar um leikinn

ÍBV tók á móti Íslandsmeisturum FH í undanúrslitum Borgunarbikarsins fyrr í kvöld.

FH stjórnaði hraðanum en Eyjamenn vörðust vel og fengu besta færið áður en Simon Kollerup Smidt kom þeim yfir skömmu fyrir leikhlé eftir snöggt tekna aukaspyrnu. Simon lék á varnarmann FH áður en hann þrumaði boltanum í nærhornið.

Heimamenn fengu svo sannkallað dauðafæri rétt fyrir leikhlé en Gunnar Nielsen gerði vel að verja frá Simon þegar sá síðarnefndi slapp einn í gegn.

Síðari hálfleikurinn var daufur og gerðist lítið marktækt þar til á 82. mínútu þegar Derby Rafael Carrillo varði frábærlega frá Emil Pálssyni.

FH-ingar héldu áfram að halda boltanum vel á vallarhelmingi ÍBV en sköpuðu sér lítið gegn frábærri vörn Eyjamanna.

Kristján Flóki Finnbogason fékk sitt annað gula spjald í uppbótartímanum og fundu FH-ingar enga leið framhjá varnarmúr Eyjamanna sem mæta Val í úrslitaleik bikarsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner