Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Brynjar Björn útskýrir útlendingafjöldann
Ómar Ingi: Legghlífunum hans var stolið
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
   fim 28. ágúst 2014 16:30
Magnús Már Einarsson
Ólafur: Vona að fólk átti sig á að það er stórleikur á laugardag
Ólafur Þór Guðbjörnsson.
Ólafur Þór Guðbjörnsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Þór Guðbjörnsson, þjálfari Stjörnunnar, segist búast við hörkuleik gegn Selfyssingum í úrslitum í Borgunarbikar kvenna á laugardag.

,,Bæði liðin eru ofarlega í töflunni. Við lentum í hörkuleik á Selfossi í sumar. Þær eru búnar að standa sig geysilega vel í sumar og við líka. Þetta verður jafn og spennandi leikur," sagði Ólafur Þór við Fótbolta.net í dag.

Smávægileg meiðsli eru í herbúðum Stjörnunnar fyrir leikinn á laugardag.

,,Anna Björk (Kristjánsdóttir) fór út af gegn Val þar sem hún fann til í lærinu. Við eigum eftir að taka stöðuna á henni. Aðar eru að skríða saman."

,,Glódís (Perla Viggósdóttir) er búin að missa mikið úr og Marta (Carissimi) spilaði hálfan leik í síðasta leik. Við tökum stöðuna á morgun en ég vonast til að flestar verði með."


Ólafur Þór vonast til að Garðbæingar mæti á völlinn og styðji Störnuna.

,,Það hefur lítið farið fyrir stemningunni þar sem allir eru á San Siro að horfa á strákana. Það hefur tekið mesta athyglina í Garðabænum undanfarna daga. Ég vona að eftir leikinn í kvöld fari menn að átta sig á því að það er stórleikur á laugardaginn og menn mæti. Það er von á fjölda fólks frá Selfossi og við þurfum að fá jafnan stuðning í stúkunni."

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner