Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 29. janúar 2015 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Simeone ósáttur með rauða spjaldið á Gabi
Hinn 31 árs gamli Gabi er fyrirliði Atletico Madrid.
Hinn 31 árs gamli Gabi er fyrirliði Atletico Madrid.
Mynd: Getty Images
Atletico Madrid tapaði gegn Barcelona í 8-liða úrslitum spænska bikarsins í gær í gríðarlega fjörugum og dramatískum leik.

Fimm mörk voru skoruð í leiknum sem Barcelona vann, tíu gul spjöld fóru á loft og tvö rauð. Fyrra rauða spjaldið fékk Gabi þegar hann gekk til búningsklefa í hálfleik.

Staðan var 2-2 þegar Jordi Alba fékk þrumuskot í sig eftir góða sókn Atletico. Leikmenn Atletico vildu fá vítaspyrnu fyrir hendi en dómarinn var ekki á sama máli, svo Börsungar brunuðu í sókn og komust yfir þökk sé öðru marki Neymar í leiknum.

,,Gabi sagði dómaranum að þetta átti að vera vítaspyrna og rautt spjald, en dómarinn rak hann bara útaf," sagði SImeone eftir leikinn.

,,Við byrjuðum leikinn vel en ég ákvað að gefa þetta bara í seinni hálfleik eftir þessa brottvísun.

,,Barcelona spilaði gríðarlega vel. Luis Suarez er að gera góða hluti fyrir liðið rétt eins og samkeppnin milli Claudio Bravo og Marc ter Stegen."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner