Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 29. mars 2017 12:30
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Flugvöllur nefndur í höfuðið á Ronaldo
Ronaldo á flugvellinum á Madeira.
Ronaldo á flugvellinum á Madeira.
Mynd: Getty Images
Cristano Ronaldo og félagar hans í portúgalska landsliðinu léku gegn Svíum í gær, leikið var á Madeira sem er eyja sem er hluti af Portúgal.

Ronaldo er frá Madeira og nú hefur flugvöllur eyjunnar verið nefndur eftir þessum magnaða leikmanni.

Ronaldo er skiljanlega gífurlega vinsæll á Madeira og áður en flugvöllurinn var nefndur eftir honum þá var búið að nefna safn og hótel í höfuðið á honum.

„Þið vitið hversu stolur ég er af því hvar rætur mínar liggja, þetta eru heimaslóðir mínar," sagði Ronaldo í athöfn á flugvellinum þar sem forseti Portúgal og forsætisráðherra Portúgal voru mættir.

Ronaldo er ekki fyrsti leikmaðurinn sem fær nafn sitt á flugvöll, en flugvöllurinn í Belfast var nefndur í höfuðið George Best fyrrum leikmanni Manchester United ári eftir andlát hans 2006.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner