Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 29. mars 2017 12:00
Magnús Már Einarsson
Leikmenn Arsenal mest meiddir - Chelsea minnst
Leikmenn Arsenal hafa verið óheppnir með meiðsli undanfarin ár.
Leikmenn Arsenal hafa verið óheppnir með meiðsli undanfarin ár.
Mynd: Getty Images
Sky Sports birti í dag áhugaverðan lista yfir það hversu marga daga leikmenn hjá félögum í ensku úrvalsdeildinni hafa misst út vegna meiðsla síðan í byrjun tímabils 2011/2012.

Ellefu lið eru á listanum en það eru liðin sem hafa verið samfleytt í úrvaldseildinni frá því árið 2011.

Leikmenn Arsenal hafa mest verið frá vegna meiðsla eða samtals í 10,285 daga síðan árið 2011. Manchester United kemur í öðru sæti með 9600 daga.

Chelsea hefur hins vegar sloppið vel við meiðsli en fæstir meiðsladagarnir eru þar. Leikmenn Chelsea hafa verið frá keppni í 4559 daga síðan árið 2011.

Einungis eru taldir dagar þar sem tímabilið er í gangi en meiðsli leikmanna á sumrin telja ekki.

Meiðslalistinn
Arsenal 10,285 dagar
Manchester United 9,600
Everton 8,058
Liverpool 8,044
Tottenham Hotspur 7,625
Sunderland 7,353
Stoke City 6,607
Manchester City 6,023
West Bromwich Albion 5,851
Swansea City 5,111
Chelsea 4,559
Athugasemdir
banner
banner