Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 29. mars 2024 13:08
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Frammistaða Mainoo kom Ten Hag ekki á óvart
Mynd: Getty Images

Kobbie Mainoo miðjumaður Manchester United spilaði sína fyrstu A landsleiki fyrir hönd Englands á dögunum en hann kom inn á sem varamaður í tapi gegn Brasilíu og var maður leiksins í jafntefli gegn Belgíu.


Mainoo er aðeins 18 ára gamall en það eru aðeins fjórir mánuðir síðan hann var í byrjunarliði Man Utd í fyrsta sinn í úrvalsdeildinni. Hann var upphaflega kallaður inn í u21 árs landsliðshópinn en fékk stöðuhækkun stuttu síðar.

Erik ten Hag stjóri Man Utd hrósaði Mainoo í hástert.

„Þetta var mjög gott en við erum ekki hissa. Við vitum hvað hann getur, hann getur aðlagast háu stigi fljótt. Þetta virðist nátturulegt og við erum ánægð fyrir hans hönd," sagði Ten Hag.

,Þetta er frábært fyrir akademíu Man Utd að koma svona ungum leikmanni í landslið, það er hrós til félagsins, fyrir hann því hann gerði þetta og líka fyrir þá sem unnu með honum í akademíunni."


Athugasemdir
banner
banner