Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 29. mars 2024 12:04
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Þrjóska Botman kom í bakið á honum - „Vildi halda áfram"
Sven Botman
Sven Botman
Mynd: EPA

Sven Botman varnarmaður Newcastle verður líklega frá út tímabilið eftir að hafa gengist undir aðgerð á hné.


Þessi 24 ára gamli Hollendingur hefur verið í miklum meiðslavandræðum á þessari leiktíð. Hann meiddist gegn Brentford snemma á tímabilinu en spilaði í markalausu jafntefli gegn Milan 8-0 sigri gegn Sheffield í kjölfarið.

Eddie Howe stjóri Newcastle segir að Botman hafi neitað því að fara í aðgerð eftir leikinn gegn Brentford. Hann snéri aftur í desember en ákvörðun var tekin um að hann færi í aðgerð sem heppnaðist vel.

„Hann sleit vöðva. Við sóttum hjálp frá sérfræðingum og það voru misvísandi skilaboð hvað skyldi gera næst. Að lokum mælti sjúkrateymið með því að hann færi í aðgerð en hann vildi halda áfram, síðan þá hefur þetta versnað," sagði Howe.

„Hann á langt í land en aðgerðin gekk vel svo við vonumst til að hann koi betri til baka. Við munum styðja hann og hjálpa honum að koma til baka. Maður getur ekki neytt leikmann til að fara í aðgerð, sama hvert álit sérfræðings er. Hann var viss í sinni sök."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner