Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 29. apríl 2016 19:35
Arnar Geir Halldórsson
Myndband: Stuðningsmenn Leicester þakka Ranieri
Vinsæll
Vinsæll
Mynd: Getty Images
Það er óhætt að segja að Claudio Ranieri, knattspyrnustjóri Leicester, hafi unnið hug og hjörtu stuðningsmanna liðsins á þessari leiktíð

Ranieri tók við liðinu af Nigel Pearson síðasta sumar en Pearson var í miklum metum hjá stuðningsmönnum Leicester og voru margir ósáttir við brottrekstur hans.

Ráðningin á hinum 64 ára gamla Ranieri var sömuleiðis umdeild en hann hefur svo sannarlega unnið alla stuðningsmenn félagsins á sitt band eftir ótrúlegt gengi Leicester í vetur.

Segja má að liðið sé komið með aðra hönd á Englandsmeistaratitilinn en liðið getur tryggt sér sigur í deildinni með sigri á Man Utd á Old Trafford á sunnudag.

Þó liðið sé ekki búið að tryggja sér titilinn er ljóst að Ranieri er kominn í guðatölu hjá borgarbúum eins og sjá má á tilfinningaríku myndbandi hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner
banner