Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 29. apríl 2016 14:00
Elvar Geir Magnússon
Wenger kennir erfiðu andrúmslofti um
Hinn umdeildi Wenger.
Hinn umdeildi Wenger.
Mynd: Getty Images
Arsene Wenger segir að erfitt andrúmsloft hjá Arsenal hafi spilað sinn þátt í því að liðinu hefur mistekist að berjast um titilinn.

Stuðningsmenn Arsenal eru að undirbúa sín stærstu mótmæli í sögunni en þeir heimta breytingar hjá félaginu.

„Við höfum tapað baráttunni á heimavelli gegn liðum neðar í töflunni en við höfum spilað heima í erfiðu andrúmslofti. Við þurfum að gera okkur grein fyrir því að ef útileikir eru skoðaðir erum við meistaralið," segir Wenger.

„Þetta félag stendur fyrir samheldni og stuðningi. Þegar það vantar er enginn árangur."

„Ég skil pirringinn í stuðningsmönnum en þrátt fyrir það vilja þeir styðja liðið. Við eigum besta möguleika þegar liðið fær stuðning. Þetta lið hefur karakter og hugarfar."
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner