Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 29. júní 2015 11:13
Elvar Geir Magnússon
Leikmaður ÍA hrækti á Hauk Pál
Haukur fékk hrákuna á hökuna
Marko Andelkovic í leik gegn Leikni.
Marko Andelkovic í leik gegn Leikni.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Vitni sem Fótbolti.net ræddi við í morgun fullyrðir að serbneski miðjumaðurinn Marko Andelkovic hjá ÍA hafi hrækt á Hauk Pál Sigurðsson, fyrirliða Vals, í viðureign þessara liða á Vodafone-vellinum í gær.

Atvikið átti sér stað í aðdragandanum að fjórða marki Vals þegar Haukur vann boltann af Andelkovic en sá síðarnefndi vildi meina að það hafi verið með ólöglegum hætti.

„Það skiptir ekki öllu máli hvað hann gerði. Ég get tekið öllu sem menn segja við mig inn á fótboltavellinum en þegar menn gera þennan ákveðna hlut verð ég ósáttur. Mér finnst þetta ógeðslegt," sagði Haukur við Tómas Þór Þórðarson á Vísi eftir leikinn.

„Menn geta sparkað mig niður og allt svoleiðis en þetta fannst mér fyrir neðan allar hellur," sagði Haukur sem vildi ekki fara nánar út í hvað Andelkovic gerði en eins og áður sagði er hann sakaður um að hafa hrækt á fyrirliðann.

Uppfært: Fótbolti.net ræddi við Hauk í morgun þar sem hann staðfesti að Andelkovic hafi hrækt á sig eftir orðaskipti þeirra á milli. Haukur fékk hrákuna í hökuna og missti af fjórða marki Vals vegna þess sem gekk á.

Valur vann ÍA 4-2 en með því að smella hér má sjá skýrsluna frá leiknum.
Athugasemdir
banner
banner